Gangverk í úrum
Gangverk í úrum skiptast raun í tvennt eftir því hvort þau eru drifin með rafhlöðu eða fjöður.
Rafhlöðuúr eru nær eingöngu QUARTZ en það er dregið af Quartz steini sem slípaður er svo hann gefi nákvæmna stöðuga tíðni 32768hz. Yfirleitt eru rafhlöðurnar 1.55 volt en einnig eru 3V lithium rafhlöður. Einnig eru til úr með rafgeymum sem hlaða sig upp með hreyfingu SEIKO KINETIC eða ljósi SOLAR POWERED
Úr sem drifin eru af fjöður (mekanísk) eru svo annað hvort trekkt daglega af eigenda eða þau trekkja sig sjálf, við hreyfingu sem úrið verður fyrir á hendi eiganda (sjálfvindur) eða AUTOMATIC
Gæði gangverka eru mjög mismunandi hvort sem um er að ræða mekanísk eða Quartz