Göt í eyru

Við hjá Halldóri Ólafssyni – Úr & skartgripir tökum að okkur að gera göt í eyrun

  • Ekki er nauðsynlegt panta tíma fyrirfram (ATH! Við áskiljum okkur þó rétt til að vísa fólki frá ef mikið er að gera eða ef aðeins einn starfsmaður er á vakt).
  • Einstaklingar undir 18 ára fá ekki göt nema með leyfi frá forráðamanni. Ef forráðamenn geta ekki verið viðstaddir götunina, er hægt að senda okkur skriflegt leyfi í tölvupósti áður en einstaklingurinn mætir á netfangið halldor@halldorursmidur.is.

 

 

Frekari upplýsingar og reglur um umhirðu 

  • Lokkarnir kosta 5.900.- Aðeins selt í pörum.  Ekki er rukkað fyrir sjálfa götunina.
  • Aldurstakmark er 3 ára. 
  • Aðeins er gert gat báðum megin í einu í börn 8 ára og yngri. 
  • Við gerum einungis göt í eyrnasnepla, ekki í brjósk né aðra staði. 
  • Ekki er hægt að koma sjálf/t/ur með lokka til að láta setja í sig, því nota þarf sérstaka lokka sem passa í græjurnar okkar.
  • Lokkarnir okkar eru úr læknastáli og títaníum og innihalda þess vegna ekki nikkel. 
  • Ef hætt er við götunina eftir að umbúðirnar utan um eyrnalokkana hafa verið opnaðar, þarf engu að síður að borga fyrir lokkana. 
  • Lokkana skal hafa í eyrunum í a.m.k. 6–8 vikur.
  • Lokkarnir eru ekki þykkari en hefðbundnir eyrnalokkar og því má nota þá eins lengi og hver vill. Eftir að búið er að skipta um eyrnalokka er vel hægt að setja götunarlokkana aftur í eyrun.
  • Mikilvægt er að hafa einhverja lokka í götunum fyrsta árið svo gatið lokist ekki aftur. 
  • Sótthreinsa skal götin helst tvisvar á dag í rúmlega 4 vikur eftir götunina. Mikilvægt er að þvo hendur áður en hreinsun fer fram. 
  • Lokkana skal alls ekki taka úr á meðan götin eru hreinsuð.
  • Götuninni fylgir flaska af hreinsiefninu Inverness Aftercare Solution. Það inniheldur einungis hreint vatn og bensalkóníumklóríð sem hreinsar og róar húðina.
  • Svona hreinsið þið götin: Dýfið eyrnapinna í hreinsiefnið, eða vætið í bómull, og berið vel framan og aftan á á eyrnasnepilinn (án þess að taka lokkana úr götunum). Gætið þess að hreinsa líka vel í kringum götin.
  • Gott er að snúa lokknum örlítið í hvert skipti sem götin eru hreinsuð, svo lokkurinn festist ekki í gatinu.
  • Við mælum ekki með að fara í sund fyrsta daginn eftir götun.
  • Ekki er heimilt að taka myndband af götuninni en við hvetjum fólk til að taka fyrir og eftir mynd.

 

 

Upplýsingar um götunargræjuna okkar:

  • Aðferðin sem við notum lýsir sér frekar eins og að gata með nál heldur en að skjóta með byssu. Lokknum er snögglega þrýst í gegnum snepilinn en ekki skotið, og því tölum við ekki um „skotlokka“ eða „að skjóta í eyrun“. 
  • Með aðferðinni okkar verður minni skaði á húðinni í kringum gatið. Þess vegna fylgir þessari aðferði töluvert minni sársauki en “skotaðferðinni“ og við götunina heyrist heldur enginn hávær hvellur.
  • Lokkarnir koma til okkar í lokuðu hylki frá framleiðandanum, sem síðan fer beint í græjuna, svo lokkarnir komast aldrei í beina snertingu við hendur starfsfólksins í ferlinu.