Um okkur
Um okkur
Halldór Ólafsson stofnaði verkstæði sitt og verslun þegar hann leigði fyrst húsnæði af Kristjáni Halldórssyni úrsmið sem áður hafði rekið verslun í Hafnarstræti 83. Um 1950 kaupir Halldór Ólafsson verslunina og rekur á sama stað til dánardags 1984. Þá tók eiginkona Halldórs, Oddný Laxdal við rekstrinum og Stefán Bjarnason úrsmiður starfaði í versluninni þar til Halldór Halldórsson lauk námi 1989. Tók Halldór þá við rekstrinum.
Árið 2000 flytur Halldór Ólafsson ehf. á Glerártorg. Árið 2002 kaupir Halldór verslunina Skart af Flosa Jónssyni gullsmið og fyrirtækin voru sameinuð undir nafninu Halldór Ólafsson Úr og Skartgripir. Árið 2008 er verslunin stækkuð og henni breytt.
Árið 2016 var búðin stækkuð enn frekar.
Árið 2023 Sameinast HÓ ehf og KPG modelsmíði. Kristín Petra Guðmundsdóttir kaupir hlut í HÓ ehf og gerist meðeigandi og flytur gullsmíðaverkstæði sitt á Glerártorg og starfar. Samafara þessu urðu breytingar á verslunarrýmimu.